Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Ósýnilegt verður sýnilegt – Leiðsögn og þraut.

Skólaheimsókn: Hvernig virkar borgin undir yfirborðinu? En heimilið? Nemendur fræðast um helstu lífæðar samfélagsins sem bæta heilsu og auka lífsgæði. Í þessari heimsókn læra nemendur um vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu, fráveitu og gagnaveitu.  

Heimsóknin er ætluð nemendum á miðstigi grunnskóla og er hámarksfjöldi í hverri heimsókn 25 nemendur. Æskilegt er að tveir starfsmenn fylgi hópnum. Heimsóknin varir í 90 mínútur.

Helstu hugtök: Lagnir, Fráveita, hitaveita, vatnsveita, rafveita, gagnaveita, rafleiðni, jarðefnaeldsneyti, carbfix, endurnýjanlegir orkugjafar. Orkusparnaður og orkusóun.

Í Elliðaárstöð gerum við það sýnilegt sem er að jafnaði ósýnilegt eða hulið augum. 

Á bak við lífsgæðin sem felast í aðgangi að hreinu vatni, hita og raforku eru mörg handtök iðn- og tæknifólks og hafa veitukerfin bein áhrif á hreinlæti og heilsu borgarbúa.  

Heilbrigðar lagnir – langlíf borg?

Öll húsin í borginni eru tengd við lagnir sem færa okkur heitt og kalt vatn, raforku og gagnamagn. Húsin eru einnig tengd við fráveitu sem flytur úrgang og notað vatn í burtu og til hreinsistöðva, áður en það fer út í sjó.

Eru einhverjar lagnir í mannslíkamanum? Erum við með hreinsikerfi? En kerfi sem sendir upplýsingar eins og gagnaveitan?

Í þessari heimsókn kynnast nemendur því hvernig borgin er hönnuð og hversu mikilvæg veitukerfin eru í daglegu lífi okkar.

Hönnunaráskorun

Í heimsókninni takast nemendur á við hönnunaráskorun í anda STREAM menntunar en þá þurfa nemendahópar að nota skapandi hugsunarhátt til að leysa áskoranir.

Gerum ósýnilegt sýnilegt

Komdu með bekkinn í heimsókn! Í þessari heimsókn læra nemendur um vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu, fráveitu og gagnaveitu og takast á við spennandi hönnunaráskorun.

Bóka heimsókn

Aðrar fréttir