Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Finndu þinn takt

Emil Gunnarsson við verkið sitt „Þinn taktur“.

Þau sem hafa heimsótt Elliðaárstöð í sumar hafa eflaust tekið eftir viðarskúlptúr sem prýðir skrúðgarðinn. Verkið heitir „Þinn taktur“ eða „Your Rhythm” á ensku og er eftir Emil Gunnarsson. Verkið var hluti af sýningunni Kindred/Ættgarður í sýningarstjórn Dariu Testo útskriftarnema frá Listaháskóla Íslands.

Emil Gunnarsson er 26 ára gamall meistaranemi við Listaháskóla Íslands. Hann stundaði áður nám við Maryland Institute College of Art í Bandaríkjunum og lauk BA gráðu í skúlptúr og umhverfislist frá Glasgow School of Art í Skotlandi árið 2023. Verk hans eru þverfagleg og snúast um sjálfsíhugun, líkamsvitund og samspil náttúrulegs og félagslegs umhverfis. Hann veltir fyrir sér mörkum líkama og náttúru, hegðun okkar gagnvart umhverfinu og skynjun okkar á því.

„Þinn taktur“ endurspeglar þessi þemu líkamsvitundar, leikgleði og endurtekningar. Það hvetur áhorfendur á öllum aldri til að upplifa verkið á eigin forsendum og ganga inn í takt þess; hvort sem það er í formi hringlaga eltingaleiks, taktfasts göngutúrs eða rólegrar samkomustundar.

Eitthvað sem öll ættu að prófa.

Aðrar fréttir