Upplifðu dalinn
Elliðaárdalur er náttúruperla í hjarta Reykjavíkur, stútfull af fróðleik og ævintýralegri orku.
Skoða nánar
Kaffihús
Vorið 2023 opnar kaffihús og móttaka í byggingum sem áður þjónuðu hlutverki smiðju og hlöðu.
Þá munu gestir dalsins geta tillt sér niður í fallegu umhverfi og fengið sér kaffi og kruðerí.
Skoða nánarSkólahópar
Elliðaárstöð býður upp á sérsniðna dagskrá fyrir skólahópa, þar sem áhersla er lögð á vísindi, sköpun og útiveru.
Skoða nánar




Lífið í dalnum
Elliðaárdalurinn er eitt mest sótta útivistasvæði borgarinnar og er þar mikið og fjölbreytt félagsstarf. Leikhópurinn Lotta hefur nýtt Árhólmann fyrir sýningar sínar í fjölmörg ár, Garðyrkjufélag Reykjavíkur (GFR) hefur rekið afgirta matjurtagarða í dalnum á sumrin og Reykjavíkurborg starfrækir skíða og snjóþotubrekku á veturna svo örfá dæmi séu nefnd. Dalurinn er einnig heimavöllur ýmissa félagsamtaka, fyrirtækja og safna eins og: SVFR, Hitt Húsið, Höfuðstöðin og Árbæjarsafnið.

Aðgengi
Elliðaárstöð leggur áherslu á vistvænar samgöngur og góðu aðgengi gangandi og hjólandi að svæðinu. Við hvetjum gesti dalsins að huga að umhverfinu og nýta sér almenningssamgöngur eða koma hjólandi eða gangandi. Fjölmargir göngu- og hjólastígar tengja Elliðaárstöð við nærliggjandi íbúðarhverfi.
Elliðaárstöð býður upp á hjólastólaaðgengi.

Samgöngur
Elliðaárdalur er mjög mikilvæg græn samgönguæð fyrir gangandi og hjólandi umferð milli borgarhluta. Á undanförnum áratugum hefur verið unnið að stígagerð til að styðja við vistvæna samgöngumáta. Jafnframt hafa verið byggðir stígar um útivistarsvæðin og sumir hafa orðið til óskipulagt. Á kortinu er hægt að kynna sér samgönguleiðir að Elliðaárdalnum.
Kort