Verið er að þróa kennsluefni fyrir grunnskólabörn sem verður tilbúið síðla hausts 2022 en þangað til bjóðum við þeim í skemmtilega upplifunar- og fræðslugöngu án endurgjalds. Starfsmaður Elliðaárstöðvar tekur á móti hópnum við rafstöðina í Elliðaárdal og eiga börn og kennarar að vera klædd eftir veðri. Heimsóknin er skipt í tvennt:

Rafmagn í 100 ár

  • Leiðsögn um Elliðaárstöð (gamla rafstöðin) og svæði Elliðaárstöðvar (60 mín).

 

Maðurinn í skóginum

  • Fræðslu og upplifunarganga um hólmann (60 mín).

 

Heimsóknin í heild tekur um 90-120 mínútur. Dagskráin er ætluð 10 – 12 ára börnum, en hentar í raun fyrir alla aldurshópa. Æskilegt er að ekki séu fleiri en fjöldi eins grunnsskólabekkjar í hverjum hópi til þess að allir njóti heimsóknarinnar sem best.

Bóka þarf heimsókn með að minnsta kosti viku fyrirvara.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Bóka skólaheimsókn

"*" indicates required fields

DD slash MM slash YYYY
This field is for validation purposes and should be left unchanged.