Hvað?

Í Elliðaárstöð fræðum við ungmenni um vísindi, orku og auðlindir.
Við skoðum viðfangsefnin á þverfaglegan hátt og veltum því fyrir okkur hvernig hlutirnir voru í fortíðinni og hvernig þeir verða mögulega í framtíðinni. Leiðarljós okkar í fræðslu er STREAM menntun en þá samþættum við vísindi, tækni, skemmtun, verkfræði, listir og stærðfræði og tökumst á við skemmtilegar hönnunaráskoranir.

Fyrir hvern?

Haustið 2023 tökum við á móti skólahópum á miðstigi. Hámarksfjöldi í hverri heimsókn er 25 nemendur. Vinsamlegast sendið hópa með amk. tvo starfsmenn.

Hvenær?

Við tökum á móti skólahópum á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 10-11:30.

Skráning heimsókna fer fram hér á heimasíðunni okkar undir „Bóka heimsókn”.

Heimsóknin tekur um 90 mínútur og fer fram inni og úti. Mikilvægt er að öll séu klædd eftir veðri.

Hægt er að fá aðstöðu til að borða nesti fyrir eða eftir heimsókn.

Við auglýsum nú lausa tíma fyrir september, október, nóvember og desember. Við hvetjum ykkur til að panta heimsókn með fyrirvara.

Elliðaárstöð og Orkuveita Reykjavíkur bjóða skólum þessa dagskrá án endurgjalds.

Fræðsluleiðir í boði

Komdu í heimsókn!

Bókaðu heimsókn í Elliðaárstöð. Fræðsluframboð vorsins verður kynnt í janúar.

Bóka heimsókn - Skólahópar Haust 2023

Hér geta grunnskólar bókað heimsókn fyrir skólahópa

"*" indicates required fields

Hámarksfjöldi í heimsókn 25 nemendur.
DD slash MM slash YYYY
Veldu tímasetningu
Veldu þína fræðsluleið úr listanum
Hópar geta fengið aðstöðu til að borða nesti fyrir eða eftir heimsókn. Vinsamlegast látið vita fyrirfram svo hægt sé að taka frá rými á svæðinu.
This field is for validation purposes and should be left unchanged.

Ósýnilegt verður sýnilegt

Eitt af meginhlutverkum Elliðaárstöðvar er að gera hið ósýnilega sýnilegt. Hverjar eru helstu lífæðar borgarinnar? Hvað lætur borgina okkar virka? Hvað er á bak við tjöldin inni í veggjum og undir gangstéttinni?

Nýr STRAUMUR í Elliðaárstöð

Við nýtum STEAM og STREAM nálgun í fræðslu og þekkingarmiðlun til barna og ungmenna. STREAM samþættir vísindi (science), tækni (technology), skemmtun (recreation), verkfræði (engineering), listir (arts) og stærðfræði (mathematics).

Með þverfaglegri nálgun á viðfangsefni er unnið með nýsköpunarhæfni, gagnrýna hugsun og lausnaleit.

Aðferðin eykur hæfni nemenda til að mæta helstu úrlausnarefnum samtímans.

Meira um STREAM
Elliðaárstöð. Kort af svæðinu.

Elliðaárstöð

Elliðaárstöð er nýr áfangastaður í hjarta Reykjavíkur. Svæðið er enn í byggingu en útisvæðið er opið gestum.

  1. Rafstöðin
  2. Gestastofa – Straumskiptistöðin
  3. Heimili veitna
  4. Kaffihús
  5. Skrúðgarðurinn
  6. Vatnsleikjasvæði
  7. Veitutorg
  8. Dofri
  9. Leikhústún
Nánar um svæðið

Takk fyrir komuna á vorönn 2023

Um 1500 gestir hafa heimsótt Elliðaárstöð frá áramótum. Ungmennin hafa verið fróðleiksfús og fræddust um hvernig borgin okkar virkar.

Lesa meira

Rafstöðin í Elliðaárdal lýsti á sínum tíma leiðina til framtíðar, þegar hafið var að virkja Elliðaárnar til að framleiða rafmagn. Framsýni fyrri tíma og ósýnileg virkni veitukerfanna er innblástur Elliðaárstöðvar. Í stað þess að virkja vatn og framleiða raforku, sem áður var gert, er Elliðaárstöð nýr áfangastaður í hjarta Reykjavíkur þar sem lögð er áhersla á að virkja nýsköpun, hugvit og fólk.

Nánari upplýsingar veitir

Margrét Hugadóttir gerir sýnitilraunir með rafhleðslu.

Margrét Hugadóttir

Leiðtogi þekkingarmiðlunar og fræðslu

margret.hugadottir@or.is

Til baka á forsíðu