Takk fyrir frábærar móttökur. Nú er uppbókað í heimsóknir í Elliðaárstöð fram á vor 2023. Næstu lausu dagsetningar fyrir heimsóknir haustið 2023 verða birtar í ágúst.
Skólahópar í heimsókn í Elliðaárstöð
Fræðslan í Elliðaárstöð er ætluð 10 til 12 ára nemendum.
Hámarksstærð hópa er 25 nemendur. Heimsóknin varir í 60-90 mínútur. Heimsóknin fer fram úti og inni og er því mikilvægt að börn og kennarar séu klædd eftir veðri.
Leiðir í boði
Ertu í stuði?
Nemendur læra um mismunandi form orku og hvernig umbreyta má hreyfiorku í raforku.
Heitur reitur
Nemendur læra um jarðhita og hvernig hann er nýttur til húshitunar og raforkuframleiðslu.
Allt kemur með kalda vatninu
Nemendur læra um hringrás vatns, uppruna kalda vatnsins í krananum og um mikilvægi vatnsverndar.
Piss, kúkur, klósettpappír
Nemendur læra um fráveituna og hvernig við getum verndað hafið heima hjá okkur.
Rafmagn í 100 ár
Leiðsögn um rafstöð og svæði Elliðaárstöðvar.
Maðurinn í skóginum
Leiðsögn um hönnunarinnsetningar í árhólmanum í Elliðaárdalnum.

Nýr STRAUMUR í Elliðaárstöð
Við nýtum STREAM nálgun í fræðslu og þekkingarmiðlun til barna og ungmenna. STREAM samþættir vísindi (science), tækni (technology), skemmtun (recreation), verkfræði (engineering), listir (arts) og stærðfræði (mathematics).
Hún styrkir m.a. nýsköpunarhæfni, gagnrýna hugsun og lausnaleit. Aðferðin eykur hæfni nemenda til að mæta helstu úrlausnarefnum samtímans.

Ósýnilegt verður sýnilegt
Eitt af meginhlutverkum Elliðaárstöðvar er að gera hið ósýnilega sýnilegt. Hverjar eru helstu lífæðar borgarinnar? Hvað lætur borgina okkar virka? Hvað er á bak við tjöldin inni í veggjum og undir gangstéttinni?

Elliðaárstöð
Elliðaárstöð er nýr áfangastaður í hjarta Reykjavíkur. Svæðið er enn í byggingu en útisvæðið er opið gestum.
- Rafstöðin
- Gestastofa – Straumskiptistöðin
- Heimili veitna (opnar vor 2023)
- Kaffihús (opnar sumar 2023)
- Skrúðgarðurinn
- Vatnsleikjasvæði
- Veitutorg
- Dofri
- Leikhústún
Rafstöðin í Elliðaárdal lýsti á sínum tíma leiðina til framtíðar, þegar hafið var að virkja Elliðaárnar til að framleiða rafmagn. Framsýni fyrri tíma og ósýnileg virkni veitukerfanna er innblástur Elliðaárstöðvar. Í stað þess að virkja vatn og framleiða raforku, sem áður var gert, er Elliðaárstöð nýr áfangastaður í hjarta Reykjavíkur þar sem lögð er áhersla á að virkja nýsköpun, hugvit og fólk.
Komdu á póstlistann!
Svalaðu forvitninni. Þetta gæti verið skemmtilegasti póstlisti sem þú skráir þig á!
"*" indicates required fields