Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Elliðaárstöð tók þátt í Menningarminjadögum

Stefán Pálsson, sagnfræðingur, hélt fyrri leiðsögnina.

Tvær leiðsagnir fóru fram í Elliðaárstöð í tilefni af Menningarminjadögum Evrópu. Gestir og gangandi fengu tækifæri til að kynnast Elliðaárstöð og nágrenni í gegnum fróðlegar frásagnir. Stefán Pálsson, sagnfræðingur leiddi fyrri leiðsögnina þar sem farið var um slóðir kóngafólks, útilegumanna og slóttugra ála. Í seinni leiðsögninni sagði Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt úr hönnunarteymi Tertu, frá hönnunarnálgun Elliðaárstöðvar.

Þema Menningarminjadaga árið 2024 voru Leiðir, samskipti og tengingar. „Þemað snýst um samskipti milli samfélaga og sameiginlegan menningararf. Það geta t.d. verið áþreifanlegar leiðir eins og vegir og stígar, byggingarstílar og tækninýjungar,“ segir á vef Minjastofnunar Íslands. Byggingarstíll Elliðaárstöðvar er svo sannarlega einstakur og húsaþyrpingin hefur fengið nýtt hlutverk sem vísindamiðlunar- og viðburðarsvæði.

Elliðaárstöð var svo sannarlega tilvalin vettvangur leiðsagna á Menningarminjadögum, þar sem Rafstöðin hefur að geyma sameiginlegan menningararf borgarbúa og gegnir lykilhlutverki í sögu og þróun rafvæðingar í Reykjavík.

Aðrar fréttir