Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Fjölskyldusmiðja Hugmyndasmiða í Elliðaárstöð

3.000 kr.

Í fjölskyldusmiðju Hugmyndasmiða í Elliðaárstöð verður hægt að spreyta sig á hönnunaráskorunum, leika, fikta og skapa!

Ninna hugmyndasmiður tekur á móti skapandi krökkum á aldrinum 7-12 ára og foreldrum þeirra og leggur fyrir mismunandi hönnunaráskoranir á Verkstæði Hugmyndasmiða í Elliðaárstöð.

Þátttakendur fá tækifæri til að virkja sköpunarkraftinn og efla samvinnu fjölskyldunnar. Unnið verður með endurnýttan efnivið sem við björgum til að skapa eitthvað alveg nýtt og spennandi í gegnum smíðar, leiki, föndur, tilraunir og prófanir.

Verkstæðið er staðsett í einstöku rými gömlu rafstöðvarinnar.

Hér eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga á verkstæðinu:
– Mætið í viðeigandi fatnaði á verkstæðið
– Við munum vinna með verkfæri og mikilvægt að allir fari varlega
– Börnin eru á ábyrgð fullorðinna fylgifiska
– Gott er að taka með sér vatnsbrúsa
– Vinsamlegast látið vita í tæka tíð ef þið sjáið ykkur ekki fært að mæta. Endurgreiðsla miðast við að látið sé vita um forföll að lágmarki 24 klst fyrir viðburð.

Börn sem taka þátt greiða 3000kr en frítt er fyrir fullorðna fylgifiska.

Barnmörg fjölskylda? Notaðu afsláttarkóðann “Fjolskylduafslattur” þegar þú greiðir og fáðu 15% afslátt!

Aðrar vörur og námskeið