Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

#

Hljómur árstíðanna í Elliðaárdal – HAUST 💛

Undanfarna mánuði hafa söngkonan Heiða Árnadóttir, píanóleikarinn Tinna Þorsteinsdóttir og víóluleikarinn Guðrún Hrund Harðardóttir stundað reglulega göngutúra í Elliðaárdalnum þar sem þær hafa hlustað á hljóm árstíðanna og sótt innblástur í náttúruna. Í vor, þegar náttúran var að vakna af vetrardvala, buðu tónlistarkonurnar fjölskyldum og forvitnu fólki á öllum aldri með sér í vel heppnaða hlustunargöngu í Elliðaárdalnum.

Nú skartar haustskógurinn sinni fögru gulu og rauðu kápu, skógarþrestirnir syngja glaðlegar en allajafna á meðan þeir háma í sig reyniberin og Elliðaárnar streyma áfram endalaust og kyrja sinn söng. Guðrún Hrund, Tinna og Heiða hafa nú valið nýja tónleikagönguleið og bjóða á vel völdum haust-stoppustöðvum upp á lifandi tónlistarflutning sem kallast á við fuglasönginn og árniðinn, og fara m.a. með þátttakendur á leynistað þar sem hlusta má á árnið í stereó!

Tónleikagestir safnast saman við upplýsingaskilti á milli kaffihússins og leikvallarins, þaðan sem gengið verður af stað kl. 17.15 í fylgd tónlistarkvennanna.

Vinsamlegast mætið í þægilegum skóm og klædd eftir veðri; tónleikagönguleiðin okkar er rúmlega 1 km að lengd og dagskráin um 50 mín að lengd en þátttakendum er að sjálfsögðu frjálst að yfirgefa hópinn og ganga til baka hvenær sem hentar.

Verkefnið er unnið í samvinnu við Elliðaárstöð og styrkt af Reykjavíkurborg. Aðgangur er ókeypis.

Aðrir viðburðir