Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Loftslagstorg tekur á sig mynd með tilkomu borholuhúss

Borholuhúsið unir sér vel á Loftslagstorgi með gufubornum Dofra sér við hlið

Gestir Elliðaárdalsins hafa eflaust tekið eftir borholuhúsinu sem stendur nú við hlið Dofra. Húsið var upphaflega hannað fyrir jarðhitavinnslu Orkuveitunnar og síðar fyrir niðurdælingarholur Carbfix en það hefur þjónað mikilvægu hlutverki í því að verja borholur gegn veðrum og vindum.

Húsið mun öðlast nýtt hlutverk sem upplifunar- og sýningarrými en það hefur nú þegar skapað sér stöðu sem táknmynd nýsköpunar í loftslagsaðgerðum Carbfix. Það hefur vakið athygli um allan heim, meðal annars í Netflix-seríu Bill Gates og á forsíðu National Geographic.

Tilgangur Carbfix er að hafa raunveruleg jákvæð áhrif á loftslagsbreytingar með því að byggja upp, bæði hér á landi og erlendis, örugga, margsannaða og þrautreynda tækni sem Carbfix hefur þróað til að binda CO₂ í stein. Borholuhúsið er lifandi tákn um þessa framtíðarsýn og þá sjálfbæru lausnir sem Carbfix stendur fyrir.

Heiðurinn af þessari einstöku hönnun ber Einar Thorsteinn Ásgeirsson (1942–2015), hönnuður og arkítekt, sem byggði hugmyndir sínar á þeirri sannfæringu að hugvit og sköpun gætu stuðlað að betri heimi. Borholuhúsið fellur því vel að umhverfi og hugsjón Elliðaárstöðvar sem áfangastað þar sem tvinnað er saman heim lista og vísinda með sjálfbærni og sköpunargáfu að leiðarljósi.

Aðrar fréttir