Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Árið 2024 í hnotskurn

Árið 2024 hefur verið einstaklega viðburðaríkt og skapandi í Elliðaárstöð. Fjölmargir viðburðir hafa farið fram í samstarfi við einstaklinga og fyrirtæki. Auk þess sem skólahópar hafa flykst í fræðslu en vísindamiðlarar Elliðaárstöðvar tóku á móti rúmlega 84 skólahópum eða 2100 nemendum.

Ýmsir ólíkir viðburðir voru haldnir á árinu, meðal annars raftónlistargjörninur, nýsköpunarsmiðjur, garðpartý og óperuganga. Þá voru einnig ýmsir fræðsluviðburðir sem fóru fram, þar má nefna leiðsagnir á Menningarminjadögum, hádegismálþing í tilefni af Samgönguviku og þrír Auðlindahringir.

Einnig urðu ýmsar viðbætur á svæðinu, en útbúin var nestisaðstaða við Vatnsleikjagarðinn sem vakti mikla lukku gesta. Á Loftslagstorgið bættist borholuhús Carbfix við hlið Gufuborsins Dofra.

Árið 2024 voru um 93.000 manns sem heimsóttu svæðið en til þess að áætla fjölda fólks sem kemur á svæðið hefur verið notast við sjálfvirkan teljara. Það má því sannarleg segja að Elliðaárstöð hafi verið heitur reitur árið 2024!

Viðburðarannáll Elliðaárstöðvar 2024

Aðrar fréttir