Hitaveita – 1930

Nafn Reykjavíkur minnir okkur á hitann sem kraumar undir fótum okkar. Vegna legu Íslands á mótum tveggja jarðskorpufleka er Ísland ríkt af jarðhita. Rétt austan við höfuðborgina liggur virkt gosbelti með kröftugum háhitasvæðum sem nýtt eru í virkjunum á Nesjavöllum og Hellisheiði. Upphaf annarra orkuskipta á Íslandi má rekja til þess þegar Laugarveitan var tekin í notkun árið 1930. Í Elliðaárdalnum er einnig afkastamikil jarðhitasvæði sem hafa verið nýtt frá miðri síðustu öld. Borholur í dalnum eru staðsettar í rauðum skúrum á milli göngu- og hjólastíga og margir eiga leið hjá þeim á ferð sinni um dalinn. Nær öll húshitun á Íslandi í dag er byggð á endurnýtanlegum orkugjöfum, fyrst og fremst jarðhita.
Veitur sjá um dreifingu á heitu vatni á höfðuborgarsvæðinu. Meira hér →
Orka náttúrunnar framleiðir 50% af heitu vatni sem notað er á höfuðborgrarsvæðinu í Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallarvirkjun. Heita vatnið er selt til Veitna sem dreifir því til neytenda og notað til húshitunar og í sundlaugar sem og ýmissi atvinnustarfsemi. Meira hér →