Meistarabúðir Hugmyndasmiða – sumarnámskeið
-
-
23. júní - 25. júní 2025
-
09:00
Meistarabúðir Hugmyndasmiða er skapandi sumarnámskeið fyrir krakka á aldrinum 10-11 ára sem vilja læra að fá hugmyndir sem geta breytt heiminum. Þar sem námskeiðið fer fram í samstarfi við Elliðaárstöð munu krakkarnir sækja innblástur úr umhverfinu sem hægt er að nýta í hugmyndavinnuna.
Námskeiðið fer fram bæði innan- og utandyra á svæði Elliðaárstöðvar og munu þátttakendur smíða og búa til, fara í leiki og lenda í ævintýrum.
Meistarabúðirnar fara fram í Elliðaárstöð dagana 23.-25. júní kl. 9-12 og verða undir handleiðslu hugmyndasmiðsins Ninnu Þórarinsdóttur.
Á námskeiðinu munu þátttakendur læra:
-
að fá hugmyndir og hugsa skapandi
-
hvernig hægt er að sækja innblástur úr umhverfinu og nýta í hugmyndavinnu
-
að búa til hugmyndir með og fyrir náttúruna
-
ýmsan fróðleik um endurnýtingu, orku og vísindi