Opnunarhátíð Elliðaárstöðvar
-
Aðgangur ókeypis
-
17. maí - 27. júní 2025
-
00:00
Við hefjum sumarið af krafti og fögnum nýju og breyttu hlutverki Elliðaárstöðvar. Þann 16. maí munum við opna dyrnar að nýrri gestastofu. Í tilefni af þessum merku tímamótum verður fjölbreytt dagskrá í boði í Elliðaárstöð frá 17. maí til 27. júní.
Dagskráin verður lifandi og flæðandi í takt við svæðið og geta því bæst við viðburðir á tímabilinu. Lokadagurinn verður haldinn hátíðlegur á 104 ára afmælisdegi gömlu rafstöðvarinnar með harmonikuballi. Við hlökkum til að fagna með ykkur í sumar.
Nánari upplýsingar um hvern viðburð birtast hér á síðunni þegar nær dregur.
17. maí Hamingjuhlaup Samtakanna ´78
18. maí Leikur að formum (fjölskyldusmiðja)
23. maí Stelpur, stálp og tækni
24. maí Vortónleikar Hljómfélagsins
28. maí Leiksýningar Lottu hefjast
30. maí Uppspretta (fyrirlestrarröð)
1. júní Flipp festival (opinn sirkusviðburður)
3. júní Nýsköpunarfestival Veitna
5. júní Stórtónleikar Nýsköpunarfestival Veitna
11. júní Auðlindahringur (hjólaleiðsögn)
13. júní Uppspretta (fyrirlestrarröð)
13. júní Ósýnilegt verður sýnilegt (útgáfuhóf)
22. júní Söguganga um Elliðaárstöð og nágrenni
23. júní Meistarabúðir Hugmyndasmiða
24. júní Jónsmessuganga
27. júní Skógarganga og harmonikuball