
Gestastofa
Elliðaárstöðvar
Í gömlu straumskiptistöðinni sem tók við rafmagni úr Soginu er nú Gestastofa Elliðaárstöðvar. Húsið hefur fengið nýtt hlutverk, þar sem áður voru háspennurofar, kaplar og spennaverkstæði eru nú fjölbreytt rými fyrir viðburði, fundi, fræðslur eða vinnustofur.
Rými í boði
Heimili veitna
Heimili veitna var reist árið 1921 og var lengst af heimili stöðvarstjóra Rafstöðvarinnar. Í dag hefur heimilið fengið nýtt hlutverk og hýsir nú sýninguna Heimili veitna þar sem gestir fá að kynnast leyndardómi veitnanna. Á efri hæð eru funda- og skrifstofurými.
Rými í boðiBókanir eftir beiðni
Ef þú vilt halda viðburð á útisvæðinu eða í Rafstöðinni skaltu sendu okkur fyrirpurn með því að velja stað og stund og við verðum í sambandi.

Rafstöð
Rafstöðin var gangsett árið 1921 og markaði þá upphaf rafvæðingar í Reykjavík. Í rýminu eru enn upprunalegar aflvélar sem sáu Reykvíkingum fyrir rafmagni í 93 ár.
Rýmið er eingöngu leigt út fyrir sérstök tilefni eins og fyrir viðburði sem opnir eru almenningi.
Skoða nánar
Útisvæði
Elliðaárstöð er staðsett í hjarta Reykjavíkur. Útisvæðið í kringum Rafstöðina skiptist upp í minni svæði, Veitutorg, Loftslagstorg, Tún og Skrúðgarð. Hægt er að leigja hvert og eitt svæði eða öll svæðin saman. Mikilvægt er að hafa í huga að ekki er hægt að taka Vatnsleikjagarðinn frá þar sem hann er ávallt opinn gestum.
Skoða nánar