Stelpum og stálpum kynnt fyrir tæknigreinum

Í Elliðaárstöð er lögð mikil áhersla á að gera tækni-, iðn- og verkgreinum hátt undir höfði fyrir sem fjölbreyttasta hóp nemenda. Þann 23. maí fór fram Stelpur, stálp og tækni í Elliðaárstöð en viðburðurinn er hluti af alþjóðlega verkefninu Girls in ICT sem Háskólinn í Reykjavík heldur utan um á Íslandi.
Boðið var upp á líflega orkuhringekju þar sem krakkarnir fengu að prófa:
- Að vera vísindakona þar sem gerðar voru tilraunir og smásjárskoðun með Carbfix og Rannsóknum og nýsköpun.
- Verkfræðiþraut ON þar sem reynt var á hugvitið og byggt var turn með spagettí og sykurpúðum.
- Þegar við erum tengd. Krakkarnir fengu að kynnast mælaskiptum og pípulögnum hjá Veitum
- Krakkarnir splæstu ljósleiðara með Ljósleiðaranum og tóku mynd með forritun.
Þetta er í annað sinn sem Orkuveitan tekur þátt í viðburðinum en í fyrsta skipti sem Orkuveitan er er einungis með kynningarnar og verkefnin í Elliðaárstöð. Sem er hinn fullkomni staður til miðlunar á þeim fjölbreyttu og spennandi störfum sem í boði eru. Áhugi og gleði einkenndi daginn en það mátti heyra að einhver hefðu hug á að leggja tækni-, iðn- eða verkgreinar fyrir sig.