Meistarar í Meistarabúðum

Sextán hressir krakkar tóku þátt í Meistarabúðum, sumarnámskeiði Hugmyndasmiða sem fram fór í liðinni viku. Í Meistarabúðum er lögð áhersla á að efla krakka til hönnunar og smíða með endurnýttum efnivið. Áskorunin var að hanna leiki eða leiktæki fyrir útisvæði. Mögulega eitthvað sem hægt væri að nýta á framtíðarleikvöllum. Hugmyndirnar létu ekki á sér standa en til urðu meðal annars risa vélmenna leikvöllur, bátaleikir, leikvöllur með eldgosi og allskonar tegundir af klifurgrindum.
Þá var sjálfbærni höfð að leiðarljósi í einum leiknum sem var hálfgerður ruslafötuleikur sem átti að gera það að verkum að fólki langaði að henda í ruslið.
Krakkarnir nefndu leikvöllinn Undragarðinn og var margt undravert við þann garð.
Elliðaárstöð hefur lagt áherslu á að efla frumkvöðlastarf og nýsköpun og þetta er svo sannarlega hluti af því. Það má því segja að Elliðaárstöð sé sannkölluð hugmyndastöð.
sagði Hugmyndasmiðurinn Ninna ÞórarinsdóttirSpurningin var að myndu þau vilja hanna leikvelli eða útisvæði fyrir sig eins og fullorðna fólkið hannar fyrir þau,