Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

#

Auðlindahringir 2025 – Hitaveituhringur

Komdu með í Auðlindahring í sumar, þar sem auðlindasérfræðingar Orkuveitunnar leiða þátttakendur í hjólaleiðsögn um auðlindir og innviði höfuðborgarsvæðisins.

20. ágúst verður boðið upp á Hitaveituhringinn sem er 35 km fjalla- og malarhjólaleið um náttúruperlur í nærumhverfinu. Fræðst verður um jarðhitaauðlindina sem Reykjavík dregur nafn sitt af og innviðina sem byggðir hafa verið upp til að veita okkur þessi mikilvægu lífsgæði sem heitt vatn gefur.

Þátttakendur eru beðnir um að mæta á fjallahjólum/ malarhjólum eða raffjallahjólum kl. 17:00 við Elliðaárstöð, Rafstöðvarvegi 6.

Sérfræðingar hjá Orkuveitunni leiða hjólaferðina og miðla áhugaverðum fróðleik og sögum.

Þátttaka er ókeypis og boðið verður upp á léttar veitingar á leiðinni.

Hér er hægt að sjá leiðina í Strava

Hlökkum til að sjá ykkur.

Aðrir viðburðir