Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Ungir plötusnúðar í gamalli Rafstöð

Popp, candýfloss og leikir í garðinum féll í kramið hjá gestum.

Það var sannkölluð sumarhátíð í Elliðaárstöð þegar ungir plötusnúðar spreyttu sig við að þeyta skífum í Rafstöðinni. Elliðaárstöð og Hitt húsið tóku höndum saman og héldu tónlistarveislu í gömlu Rafstöðinni.

Sumarleikir, popp, candýfloss og gos voru meðal annars á boðstólnum sem féll í kramið hjá gestum. Ungmennin þeyttu skífum en þau höfðu klárað DJ námskeið hjá Hinu húsinu og sýndu afraksturinn á þessum einstaka viðburði.

Það er alltaf ánægjulegt að sjá kraft, sköpunargleði og frumkvæði ungs fólks blómstra í svona verkefnum og ekki síður að sjá samfélagið taka þátt!

Takk fyrir komuna.

Aðrar fréttir