Sextíu manns lögðu af stað í leiðangur

Rúmlega sextíu manns lögðu af stað frá Elliðaárstöð í annan Auðlindahring sumarsins, Hitaveituhring. Hjólað var í átt að Elliðaárstíflu en þar var fyrsta stopp, þaðan var haldið að Hitaveitutönkunum á Reynisvatsnheiði og áfram í átt að Mosfellsbæ. Stoppað var við eina borholu þar sem boðið var upp á veitingar, spjall og gafst tækifæri til að spyrja auðlindasérfræðingar Orkuveitunnar spjörunum úr.
Markmið Auðlindahringja er að fræða þátttakendur um auðlindir og innviði höfuðborgarsvæðisins með hjólaleiðsögn. Á sama tíma skapar þetta rými fyrir fólk að kynnast og upplifa borgina á annan hátt.
Einstaklega skemmtileg stemming myndaðist og góður hópur hjólafólks naut veðurblíðunnar í fallegu umhverfi.