Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

50.000 gestir í sumar!

Stórtónleikar Nýsköpunarfestivals Veitna fór fram í júní en þar spiluðu Herra Hnetusmjör, Una Torfa og DJ Dóra Júlía.

Nú þegar sumarið er á enda er gaman að líta til baka og sjá hvað hefur verið á döfinni en mikill fjöldi gesta hefur heimsótt svæðið í sumar.

Formleg opnun Elliðaárstöðvar fór fram í maí þar sem Gestastofa Elliðaárstöðvar var opnuð með pompi og prakt. Frá opnun hefur ýmislegt fjölbreytt farið fram í Gestastofunni allt frá smástundasýningu í fundi, vinnustofur og starfsmannaskemmtun.

Þá hafa nokkrir viðburðir farið fram í sumar en þar má nefna Hamingjuhlaup samtakanna ´78, Stelpur, stálp og tækni, Nýsköpunarfestival Veitna, Flipp festival, Auðlindahringir, Meistarabúðir Hugmyndasmiða, Dj viðburður og margt fleira.

Við hvetjum fólk sem hefur áhuga á að vita hvað er framundan í Elliðaárstöð að skrá sig á póstlista hér. Þar verður upplýst um allt það skemmtilega sem framundan er í Elliðaárstöð; smástundasýningar, viðburðir og fleira.

Aðrar fréttir