Fimmtándi Auðlindahringurinn var hjólaður frá Elliðaárstöð í liðinni viku en um sjötíu manns tóku þátt í honum.
Auðlindahringir eru ætlaðir að fræða fólk um auðlindir og innviði höfuðborgarsvæðisins með hjólaleiðsögn. Starfsfólk úr röðum Veitna leiddu þennan hring sem tileinkaður var Rafveitunni. Frætt var um dreifikerfið, leið rafmagnsins frá virkjun í hús. Skoðuð voru tvö tengivirki sem tengjast flutningskerfi Landsnets á Geithálsi og Korpu ásamt því að litið var inn í dreifistöð.
Heppinn þátttakandi, Eva Rós, vann gjafabréf frá Hjólaverslunni Tri.
Þökkum hjólurum kærlega fyrir komuna á Auðlindahringi sumarsins sem voru þrír.