Nýsköpun & spjall fór fram í annað skipti í síðustu viku þar sem Margrét Hugadóttir, leiðtogi vísindamiðlunar, fjallaði um kraft frásagnarinnar í vísindamiðlun. Erindið bar heitið Sögur sem kveikja neista.
Þar talaði hún meðal annars um að vísindi, samvinna og skapandi hugsun væri lykillinn að því að leysa risastórar áskoranir framtíðarinnar. Kraftur frásagnarinnar er fólgin í að nota sögur og myndlíkingar til að kveikja áhuga fólks á flóknum kerfum.
Elliðaárstöð er mekka vísindamiðlunar en hér er tekið á móti rúmlega 2000 nemendum árlega þar sem tekin eru fyrir orku- og auðlindamál á eftirminnilegan og skemmtilegan hátt.
Margrét ásamt fleirum vann að gerð sýningarinnar Hjartastrengir & vatnsæðar sem nýlega var sett upp í Gestastofu Elliðaárstöðvar. Þar geta gestir fengið að upplifa innviði á nýjan hátt, kynnst ferðalagi hinna ýmsu orkuvera, Völlu varma, Kúksa kúk, Raffa rafeindar og Diddu dropa. Á Nýsköpun & spjall las Margrét upp úr sögunni af Völlu varma og í lokin var sýningin skoðuð en hún er meðal annars liður í að gera orkumál skemmtileg í Elliðaárstöð.