01110110 01100101 01101100 01101011 01101111 01101101 01101001 01101110
Hvernig væri að gera eitthvað öðruvísi á aðventunni?
Aðventudagatal Elliðaárstöðvar býður upp á fróðleik, skemmtun og samveru til að njóta með vinum, fjölskyldunni eða með sjálfum sér.
Jólaskraut með leyniskilaboðum?
Internetið hefur mikil áhrif á líf okkar.
Við getum sent fólki jólakveðjur í fjarlægum löndum, keypt jólagjafirnar og haft gott aðgengi að upplýsingum um allt milli himins og jarðar.
Við fáum upplýsingar í gegnum ljósleiðara með tvíundakerfinu (e. binary code) sem saman stendur af tölunum 1 og 0. Ljósið blikkar á gríðarlega miklum hraða og merkir
1: ljós
0: Ekkert ljós
Þú þarft:
Pípuhreinsir
Perlur í þrem litum fyrir 1, 0 og bil
Tvíundakerfið
Hvernig:
Fyrst þarf að ákveða hvað á að skrifa. Hver stafur eru 8 perlur og því betra að velja stutt orð eða til dæmis upphafsstafi sína.
Einnig þarf að ákveða hvaða litur af perlu á að tákna hvað svo það verði ekki ruglingur.
Svo er farið eftir tvíundakerfinu og þrætt viðkomandi lit á. Þriðji liturinn virkar sem bil á milli stafa. Gott að brjóta upp á pípuhreinsirinn í endana svo perlurnar renni ekki af.
Hægt er að gera ýmis form ef pípuhreinsinn er nógu stífur eða binda hann í hring og þá er komið hið fínasta jólaskraut til að hengja upp.
Svo er hægt að leika sér með allskonar efnivið eins og band í stað pípuhreinsis, öðruvísi perlur eða jafnvel að gera músastiga með leyndum jólaskilaboðum.
Góða skemmtun 🙂
Sjáið hvernig ég gerði þetta
Verkefnið til útprentunar
Það er gaman að búa til leyniskilaboð með tvíundakerfinu. Hér getur þú sótt þér verkefnablað frá Elliðaárstöð og notað í ýmsar útfærslur fyrir tvíundakerfisverkefni.
Prenta út verkefni