Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Látum snjóa!

Þetta er það sem þú þarft.

Aðventudagatal Elliðaárstöðvar býður upp á fróðleik, skemmtun og samveru til að njóta með vinum, fjölskyldunni eða með sjálfum sér.

Viltu láta snjóa?

Þá skaltu prófa þessa tilraun.

 

Þetta er það sem þú þarft.
Þetta er það sem þú þarft í tilraunina. Finndu þér líka ullarvettling eða húfu.

Þú þarft:

Ullarbút, til dæmis ullarvettling

Pappírsbúta, til dæmis úr gatara

Blöðru

Hvernig

Settu pappírsbúta til dæmis úr gatara á borðið. Blástu upp blöðru og bittu fyrir stútinn. Nuddaðu ullarvettlingnum við blöðruna í um það bil 15-20 sekúndur. Settu blöðruna nálægt pappírsbútunum og sjáðu hvað gerist.

Hvað gerist?

Allt í einu fara pappírsbútarnir að flögra um og loða jafnvel við blöðruna.

Hvers vegna?

Allt efni er samsett úr agnarsmáum frumeindum. Ímyndaðu þér að þú standir á sólarströnd. Þú tekur upp eitt sandkorn. Í þessu eina sandkorni eru fleiri frumeindir heldur en öll sandkornin á ströndinni.

Þrátt fyrir að frumeindir séu svona örsmáar eru þær samsettar úr enn smærri einingum.

Í hverri frumeind eru rafeindir (neikvætt hlaðnar -), róteindir (jákvætt hlaðnar +) og nifteindir (án hleðslu). Oft eru jafn margar rafeindir og róteindir í hverri frumeind en við núning geta rafeindirnar ferðast á milli. Þannig getur blaðran tekið að sér rafeindir úr ullarvettlingnum og orðið neikvætt hlaðin. Þegar fleiri rafeindir en róteindir eru komnar á blöðruna, þá loða hlutir sem eru ekki neikvætt hlaðnir að blöðrunni.

Kjarni frumeindar

Sjáðu hvernig ég gerði þetta

Það er hægt að leika sér með allskonar efnivið. Prófaðu að rífa niður álpappír, búa til litlar kúlur úr honum, klippa niður plastpoka eða plast. Flýgur allt jafn vel?

Góða skemmtun!

Verkefnið til útprentunar

Það er ótrúlegt að hægt sé að hreyfa rafeindir til í jafn agnarsmáum einingum og frumeindirnar eru. Hér getur þú sótt þér verkefnablað frá Elliðaárstöð og leikið þér við að gera tilraunir.

Prenta út verkefni

Aðrar fréttir