Tún
Túnið er grösugt viðburðasvæði með lítilli brekku fyrir áhorfendur. Svæðið hentar vel fyrir leiksýningar, jóga eða aðra slíka viðburði. Leikhópurinn Lotta hefur til að mynda nýtt það síðustu sumur fyrir sýningar sínar.
Þjónusta og búnaður: Aðgengi að rafmagni og útisalerni. Túnið er slegið reglulega á sumrin og svæðinu haldið snyrtilegu allan ársins hring.
Fjöldi gesta: allt að 400 manns
Lengd viðburðar: 2-3 klst.
Verð: Hægt er að leigja túnið fyrir 50-400 manns á verðbilinu 124.000 til 186.000
Veitutorg
Veitutorg er opið hellulagt leik- og viðburðasvæði, með gryfju, útisturtum og setpöllum.
Þjónusta og búnaður: Aðgengi að rafmagni og útisalerni ásamt útisturtum á sumrin. Svæðið er reglulega þrifið allan ársins hring.
Fjöldi gesta: allt að 400 manns
Lengd viðburðar: 2-3 klst.
Verð: Hægt er að leigja túnið fyrir 50-400 manns á verðbilinu 124.000 til 186.000 kr.
Skrúðgarður
Garður umkringdur trjám. Hlýlegt og gróðursælt svæði.
Þjónusta og búnaður: Aðgengi að rafmagni og útisalerni. Svæðið er reglulega þrifið allan ársins hring og gras slegið á sumrin.
Fjöldi gesta: allt að 100 manns
Lengd viðburðar: 2-3 klst.
Verð: Hægt er að leigja Skrúðgarðinn fyrir 20-100 manns á 62.000 kr.
Sendu fyrirspurn um bókun
"*" indicates required fields