Orkuskipti – 1, 2 og 3
Rafvæðing Reykjavíkur markaði fyrstu orkuskiptin í bænum með því að rafmagn fór í sívaxandi mæli að styðja við mannlíf og atvinnulíf þar sem áður var notast við olíu, kol, gas eða mó. Hitaveitan í Reykjavík, sem tekin var í notkun 1930 og leysti kol og olíu af hólmi, fól í sér önnur orkuskiptin. Nú standa þau þriðju yfir þegar rafmagn og aðrir umhverfisvænir orkugjafar eru sem óðast að leysa jarðefnaeldsneyti í samgöngum af hólmi.
Myndin hér að ofan er táknræn fyrir fyrstu og þriðju orkuskiptin. Þeirri fyrstu þegar Elliðaárstöð sem er orðin 100 ára var gangsett og fór að framleiða rafmagn og síðan þau þriðju sem nú eiga sér stað með orkuskiptum í samgöngum.
Mikil áhersla er lögð á umhverfismál hjá Strætó og er markmið fyrirtækisins að flotinn verði kolefnislaus árið 2030.