Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Áskoranir og skemmtun á Orku- og vísindadeginum

24. september 2025
Rúmlega 650 háskólanemar skemmtu sér vel á Orku- og vísindadegi Orkuveitunnar.

Orku- og vísindadagur Orkuveitunnar var haldinn í fjórða skipti í Elliðaárstöð. Fyrsta skipti þar sem öll rými Elliðaárstöðvar eru notfær. Þrettán nemendafélögum var boðið og búast mátti við að rúmlega 650 nemendur sóttu viðburðinn.

Tilgangur dagsins er að kynna háskólanemum fyrir þeirri fjölbreyttu starfsemi og störfum innan Orkuveitunnar og dótturfélaga, Orku náttúrunnar, Veitur, Ljósleiðarans og Carbfix. Þar á meðal voru systursýningarnar Elliðaárstöð og Jarðhitasýning sem kynntu sína starfsemi.

Boðið var upp á ýmsar skemmtilegar áskoranir en meðal annars var hægt að keppa um toppsæti í armbeygjukeppni þar sem gervigreind hélt utan um talningu, tengja snjallmæli blindandi, taka þátt í spurningakeppni, skoða sýni í smásjá og margt fleira.
Þá var boðið upp á Orkubingó sem sló í gegn en í boði var veglegur vinningur frá 66°Norður. Háskólanemar áttu orð á því hvað dagurinn hefði heppnast vel og að staðurinn væri ævintýralegur!

Aðrar fréttir