Með miklu þakklæti og stolti segjum við frá því að Elliðaárstöð var valinn staður ársins 2025 á Hönnunarverðlaunum Íslands en þau voru afhent þann 6. nóvember við hátíðlega athöfn.
Elliðaárstöð er lifandi áfangastaður með ólíkum rýmum og fjölbreytilegri upplifun í Elliðaárdal. Svæðið iðar nú af lífi árið um kring en var áður afvikið iðnaðarsvæði. Með endurhönnun á svæðinu hefur gömlum byggingum verið gefið nýtt hlutverk. Svæðið er hannað með fræðslu, samveru, útiveru og leik í huga.
Líkt og árnar voru áður virkjaðar er nú lögð áhersla á að virkja fólk og hugvit í Elliðaárstöð. Unnið er að því að fræða ungmenni um vísindi, orku og auðlindir. Það sem af er ári hafa rúmlega 80.000 gestir heimsótt Elliðaárstöð en við erum full tilhlökkunnar að taka á móti enn fleiri gestum.
Elliðaárstöð er hönnuð af þverfaglega hönnunarteyminu Tertu í samstarfi við Landslag. Við óskum þeim innilega til hamingju með verðlaunin. Á athöfninni kynnti Terta og sögðu meðal annars: ,,Við bökuðum tertuna en teymi Elliðaárstöðvar bauð í veisluna og þvílík veisla!“
Sérstakar þakkir fá allir þeir fjölbreyttu samstarfsaðilar, gestir og unnendur dalsins sem hafa tekið okkur vel og gert Elliðaárstöð að lifandi áfangstað orku og náttúru!
Hvað er Elliðaárstöð?
Elliðaárstöð er lifandi áfangastaður í hjarta borgarinnar. Hér koma gestir saman til að fræðast, upplifa, skapa og njóta náttúrunnar.
Húsakynnum hefur verið gefið nýtt hlutverk. Í stað þess að virkja árnar til rafmagnsframleiðslu er nú lögð áhersla á að virkja fólk og hugvit. Þú getur kynnt þér hvað er í boði á svæðinu hér að neðan.
Um Elliðaárstöð
Sýningar
Í Gestastofu Elliðaárstöðvar er opið alla virka daga kl. 8:30-16:30. Þar er hægt að kíkja á spennandi smástundasýningar.
Nú er í gangi vísindasýning fyrir alla fjölskylduna sem nefnist Hjartastrengir & vatnsæðar. Þar er undur veitukerfanna höfð að leiðarljósi og fylgt er eftir ferðalag ýmissa orkuvera. Á sýningunni getur þú meðal annars breytt morgunmatnum þínum í ljós, búið til þína eigin jarðhitaofurhetju eða slakað á í Kúkakósý.
Hjartastrengir & vatnsæðar
Vísindamiðlun
Hér fræðum við ungmenni um vísindi, orku og auðlindir. Hverjar eru helstu lífæðar borgarinnar? Hvað lætur borgina okkar virka? Komdu í Elliðaárstöð þar sem ósýnilegt verður sýnilegt.
Tekið er á móti skólahópum í fræðslu en Elliðaárstöð og Orkuveitan bjóða skólum þessa dagskrá án endurgjalds.
Skólaheimsóknir
Viðburðir
Boðið er upp á fjölbreytta viðburði allan ársins hring í samstarfi við skapandi fólk og fyrirtæki.
Dagskrá
Fundarými
Hægt er að bóka fjölbreytt rými í einstöku umhverfi í hjarta borgarinnar.
Rýmin henta vel fyrir fundi, vinnustofur eða viðburði. Stutt er í alla útivist, næg bílastæði og gott aðgengi fyrir öll.
Fjölbreytt rými
Vinnuaðstaða
Í Gestastofunni er boðið upp á skrifborðsaðstöðu til leigu í nýuppgerðu og björtu vinnurými í friðsælu grænu umhverfi. Stutt er í alla útivist, árniður og endurnærandi orka allt um kring.
Vinnuaðstaða