Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Fuglahús og þeramín á Barnamenningarhátíð

Það var margt um manninn í Elliðaárstöð um helgina þegar haldnar voru tvær fjölskyldusmiðjur í tilefni af Barnamenningarhátíð. Fyrri smiðjan var hönnunarsmiðja með Hugmyndasmiðnum Ninnu Þórarinsdóttur þar sem fuglahús voru smíðuð. Unnið var með endurnýttan efnivið og voru búnar til ýmis nýstárleg fuglahús.

Seinni smiðjan var með Heklu Magnúsdóttur tónlistarkonu. Hún bauð fjölskyldum að kynnast grafískri nótnaskrift og hljóðfærinu þeramín sem er þekkt fyrir einstaka hljóma. Börnin teiknuðu sína eigin nótnaskrift og skiptust svo á myndum til að prófa að spila lög hvers annars á hljóðfærin.

Þetta var í fjórða sinn sem Elliðaárstöð tekur þátt í Barnamenningarhátíð. Við þökkum öllum sem mættu á smiðjurnar kærlega fyrir komuna en um 280 manns voru á svæðinu á laugardaginn.

 

 

Aðrar fréttir