Gestastofa Elliðaárstöðvar opnuð með pompi og prakt

Gestastofa Elliðaárstöðvar hefur nú formlega opnað en til að fagna þessum tímamótum var haldið glæsilegt Opnunarpartý. Viðburðurinn var vel sóttur af starfsfólki Orkuveitunnar ásamt samstarfsaðilum Elliðaárstöðvar, sem nutu veislunnar í blíðskapar veðri.
Fjórir viðburðir fóru fram um helgina í Elliðaárstöð. Á föstudaginn var úthlutunarathöfn VOR vísinda- og frumkvöðlasjóðs Orkuveitunnar. 33 styrkjum var úthlutað að heildarupphæð rúmlega 106 milljónir króna – þar af 13 námsstyrkir og 20 verkefnastyrkir. Seinnipartinn sama dag var haldið glæsilegt opnunarpartý. Samtímis var smástundarsýningin „Hugvit getur byggt betri heim“ í samstarfi við Carbfix formlega opnuð. Þar mætast vísindi og sköpunarkraftur en á sýningunni má sjá valda muni frá Hönnunarsafni Íslands, Carbfix og Jarðhitasýningunni ásamt Ljósmyndum úr einkasafni fjölskyldu Einars Þorsteins Ásgeirssonar, hönnuðs og arkitekts borholuhúss Carbfix.
Hamingjuhlaupi Samtakanna ’78 fór fram á laugardaginn sem rúmlega 500 manns tóku þátt í. Á sunnudag var opin fjölskyldusmiðja Hugmyndasmiða haldin í Tengi, nýju rými Gestastofunnar. Fjölskyldusmiðjur er frábær vettvangur fyrir alla aldurshópa til að skapa, leysa áskoranir og læra nýja hluti.
Smástundarsýningin „Hugvit getur byggt betri heim“ í Gestastofunni verður opin alla vikuna frá klukkan 8:30 til 16:30 sem við hvetjum gesti til að kíkja á. Ásamt því fer Opnunarhátíð Elliðaárstöðvar fram í heilan mánuð en nánar er hægt að kynna sér dagskránna hér.

Takk fyrir komuna!
Yfir 3.600 manns á svæðinu um helgina.