Til baka
Hátt í fjögur þúsund manns á svæðinu um helgina

Veðrið hefur leikið við landsmenn undanfarna daga en hitinn hefur farið upp í hátt í tuttugu gráður á höfuðborgarsvæðinu. Eins og við má búast hefur Vatnsleikjagarðurinn verið vinsæl afþreying fjölskyldufólks til að kæla sig niður á þessum góðviðrisdögum.
Um 3.600 manns heimsóttu Elliðaárstöð um nýliðna helgi sem var jafnframt opnunarhelgi Gestastofu Elliðaárstöðvar. Fréttastofa RÚV leit við á sunnudeginum og líkt og sjá má var sumarstemmingin allsráðandi.