Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Hátt í fjögur þúsund manns á svæðinu um helgina

Gríðarleg stemming í Vatnsleikjagarðinum á sunnudegi. Mörg höfðu komið sér fyrir með tjöld en önnur fengu sér kaffibolla á Elliða.

Veðrið hefur leikið við landsmenn undanfarna daga en hitinn hefur farið upp í hátt í tuttugu gráður á höfuðborgarsvæðinu. Eins og við má búast hefur Vatnsleikjagarðurinn verið vinsæl afþreying fjölskyldufólks til að kæla sig niður á þessum góðviðrisdögum.

Um 3.600 manns heimsóttu Elliðaárstöð um nýliðna helgi sem var jafnframt opnunarhelgi Gestastofu Elliðaárstöðvar. Fréttastofa RÚV leit við á sunnudeginum og líkt og sjá má var sumarstemmingin allsráðandi.

 

Aðrar fréttir