Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Hljómar árstíðanna aldrei hljómað eins vel

Tinna Þorsteinsdóttir lék á lítið píanó fyrir áhorfendur.

Þyt í trjánum, brak í snjónum og árniður Elliðaánna var innblástur tónlistarkvennana sem héldu hlustunargöngu um Elliðaárdalinn á dögunum. Söngkonan, Heiða Árnadóttir, píanóleikarinn, Tinna Þorsteinsdóttir og víóluleikarinn Guðrún Hrund Harðardóttir buðu til göngunnar.

Þetta er þriðja gangan sem þær halda og hafa lagt áherslu á árstíðirnar. Áður hafa þær boðið áheyrendum á vor- og hausttónleika í Elliðaárdalnum en í þetta skipti var veturinn tekinn fyrir. Tónlistarkonurnar buðu upp á lifandi tónlistarflutning en smáfuglar og náttúran tóku þátt í að skapa hljóðmyndina.

Ýmis spunaverk og vetrarlög voru spiluð en tónlistargestum var boðið að taka undir í söng eða spila á efnivið úr náttúrunni. Aldrei hafa eins mörg tekið þátt í hlustunargöngu og því mætti segja að veturinn sé vinsælasta árstíðin.

Aðrar fréttir