Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Ný vísindasýning fyrir alla fjölskylduna!

20. október 2025
Margrét Hugadóttir, leiðtogi vísindamiðlunar í Elliðaárstöð, hélt sögustund á opnuninni sem fram fór 16. október síðastliðinn.

Vísindasýningin Hjartastrengir & vatnsæðar opnaði skömmu fyrir helgi. Sýningunni er ætlað að draga fram hinar mikilvægu lífæðar samfélagsins, veitukerfin, á skiljanlegan og skemmtilegan hátt.

Á sama hátt og líkami okkar er byggður upp á lífsnauðsynlegum líffærakerfum líkt og blóðrásarkerfi, taugakerfi og stoðkerfi þá eru veitukerfi borgarinnar mjög nauðsynleg. Til að mynda í að veita okkur hreint vatn, hita upp húsin okkar, veita okkur rafmagn og halda borginni hreinni og heilsusamlegri.

Á sýningunni er meðal annars hægt að kíkja í Kúkakósí, framleiða rafmagn úr morgunmatnum sínum, búa til sína eigin Jarðhitaofurhetju. Ásamt því að hlusta á ferðalag Diddu dropa, Völlu varma, Raffa rafeindar og Kúksa kúks úr símtólum.

Sýningin er unnin af Margréti Hugadóttur, leiðtoga Vísindamiðlunar í Elliðaárstöð og Elísabetu Jónsdóttur, sýningarstjóra Elliðaárstöðvar. Teikningar eru eftir hæfileikaríku Ninnu Þórarinsdóttur.

Lærðu um orku í gegnum leik og þrautir – Ókeypis er á sýninguna en hún er opin alla virka daga frá kl. 8:30 – 16:30 í Gestastofu Elliðaárstöðvar, Rafstöðvarvegi 14.

Aðrar fréttir