Nýsköpunarnámskeið fyrir krakka í að smíða, skapa og hanna
Lærðu að hanna, smíða og skapa.
Á Nýsköpunarnámskeiði Hugmyndasmiða í Elliðaárstöð æfir þú þig í hugmyndavinnu – lærir um endurnýtingu – orku og umhverfi – ferð í leiki og þjálfar skapandi hugsun
Námskeiðið er fyrir 10-12 ára krakka sem vilja efla sig í nýsköpun. Læra að koma hugmyndum sínum í framkvæmd í sátt við umhverfið undir góðri leiðsögn hugmyndasmiðarins Ninnu M. Þórarinsdóttur.
Námskeiðið fer fram í einstöku rými gömlu rafstöðvarinnar í Elliðaárstöð á miðvikudögum kl 16:00-17:30 í alls 8 skipti – 22. janúar – 19. mars 2025 (frí á Öskudaginn 5. mars)
Þátttakendur fá að kynnast fjölbreyttum efnisheimi og vinnuaðferðum. Unnið verður að mestum hluta í þrívídd, með áherslu á fundinn efnivið og endurnýtingu (rusl og fl.) og tilraunir til að skapa eitthvað alveg nýtt úr gömlu.
Nánar um þjálfara og kennara námskeiðsins Ninnu Margréti Þórarinsdóttur hugmyndasmið
Ninna stýrir Verkstæði Hugmyndasmiða ásamt því að vera hönnuður verkefnisins. Hún er teiknari og barnamenningarhönnuður og hefur margra ára reynslu af því að hanna fyrir og með börnum, meðal annars á fjölmörgum smiðjum og námskeiðum. Ninna hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2024 ásamt hönnunarteyminu Þykjó í flokknum Verk ársins.
Verð: 39,500 kr – mögulegt er að nýta frístundakort Reykjavíkurborgar til að greiða fyrir námskeiðið
Námskeiðið fer fram dagana:
22. janúar
29. janúar
5. febrúar
12. febrúar
19. febrúar
26. febrúar
5. mars (Öskurdagur – enginn tími)
12. mars
19. mars