Alvitra sigraði Orkuþonið 2025

Orkuveitan stóð fyrir Orkuþoni í Elliðaárstöð þar sem unnið var að fimm mismunandi hugmyndum að lausnum tengdum gervigreind. Sigurhugmyndin var „bottafjölskyldan“ Alvitra sem notar gervigreind til að tala við alla botta innan Orkuveitunnar og auðveldar þannig upplýsingaflæði fyrir starfsfólk.
Í kynningunni á sigurtillögunni segir:
„Alvitra er virðisaukandi lausn sem tryggir árangursríkt samstarf þvert á alla Orkuveituna. Alvitra veitir notendum snjalla og örugga þjónustu og eykur ánægju (innri) viðskiptavina. Alvitra eykur inngildingu með því að koma til móts við starfsfólk á tungumáli að eigin vali og styður þannig við fjölbreytta liðsheild.“
Allar fimm hugmyndirnar þóttu hins vegar geta skilað góðum árangri og verður áfram unnið að þeim í einhverjum mæli.
Hin verkefnin voru:
– Borholusérfræðingurinn: botti til sem þekkir allar borskýrslur Orkuveitunnar, meira að segja þær sem eru 100 ára.
– Ferðaplönun fyrir rafbílaeigendur: veflausn sem hjálpar við að skipuleggja ferðalög með hleðslustöðvum ON, þ.m.t. kostnaðargreining, hleðslutímar og áhugaverðir staðir nálægt hleðslustöðvum.
– Kristrún: botti sem þekkir mannauðsmálin (kjarasamningar, fyrirspurninr starfsfóks, bókunarkerfi).
– Skipulagning starfsmanna og verkþátta úr DMM með AI.
Mikil sköpunargleði og hugmyndaauðgi einkenndi viðburðinn en fólk hefur komist að orði að umhverfi Elliðaárstöðvar sé algjörlega einstakt með þetta að gera þar sem náttúran og gamla rafstöðin skapar óviðjafnanlegt andrúmsloft til nýsköpunar.