Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Rafmögnuð Rafleiðsla í rafstöðinni

R • O • R, Gyða Valtýsdóttir og Úlfur Hansson buðu upp á einstaka hljóma.

Boðið var upp á sannkallaða hljóðveislu í Elliðaárstöð á Safnanótt þegar Rafleiðsla var haldin öðru sinni í gömlu rafstöðinni. Rafleiðsla er hljóðbað sem gengur út á samtal í gegnum djúpa hlustun (e. deep listening) og stillta hugleiðslu (e. tuning meditation). Verkið var einskonar dans á milli fyrirfram samdra tónsmíða og spuna sem flæddi samfleytt í 3 tíma.

Rafstöðin lifnaði við og mátti heyra drunurnar bergmála um rýmið. Einstök tenging myndaðist milli listafólksins og áhorfenda þar sem ekkert svið var í salnum. Því flæddu áhorfendur frjálst um salinn og mátti sjá þá ýmist dilla sér eða hugleiða í takt við tónlistina.

Tónlistarfólkið sem fram kom var Osmē (Benedikt Reynisson, Helgi Örn Pétursson og Þórður Bjarki Arnarson), R • O • R (Gyða Valtýsdóttir og Úlfur Hansson), Sóley (Sóley Stefánsdóttir) og Svartþoka (Día Andrésdóttir, Ólöf Rún Benediktsdóttir og Unnur Björk Jóhannsdóttir) ásamt nýmiðlalistamanninum Leó Stefánssyni.

Rafleiðsla var hluti af Vetrarhátíð en bakhjarlar voru Tónlistarborgin Reykjavík og Orka náttúrunnar.

Rafleiðsla 2025

Aðrar fréttir