Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Run in the Dark 2023

Alþjóðlegi hlaupaviðburðurinn Run in the Dark fór fram í annað sinn við Elliðaárstöð þann 15.nóvember 2023.

Allur ágóði af hlaupinu rann til styrktar rannsókna á lækningu á mænuskaða.

Í ár sáu Isabella Ósk Másdóttir og Hugrún Elvarsdóttir um skipulag hlaupsins. Fengu þær ljósavesti að láni frá Vinnupallar ehf og upplýst mark frá Ívari Trausta Jósafatssyni. Eva Björk ljósmyndari kom og myndaði hlaupið og voru veitingar hjá Á Bístró að hlaupi loknu.

Þið lýstuð svo sannarlega upp skammdegið með gleði að leiðarljósi en okkur þykir ekkert dýrmætara en útivera í góðum félagsskap fyrir mikilvægt málefni.

-Run in the Dark Reykjavík

Takk fyrir komuna í Elliðaárstöð og sjáumst aftur næsta ár!

Myndir frá Run in the Dark Reykjavik

Aðrar fréttir