Ártúnsbrekkan hefur lengi verið vinsæl skíðabrekka meðal borgabúa. Á 4. áratug síðustu aldar fjölmenntu Reykvíkingar þangað þegar skíðaiðkun jókst í bænum. 
Nú er hafin snjóframleiðsla í brekkunni og því tilvalið að skella sér á skíði í hjarta borgarinnar. Fylgist með til að sjá hvort snjó festi. Skíðalyftan er við bæinn Ártún nálægt Elliðaárstöð og er opin þegar veður leyfir.
Hægt er að fá upplýsingar um opnunartíma hér.