Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Úthlutunarathöfn VOR haldin hátíðleg

Hópur styrkþega ásamt starfsfólki

Þann 16. maí fór fram árleg úthlutun styrkja úr VOR – Vísinda- og frumkvöðlasjóði Orkuveitunnar – í Elliðaárstöð. Þar komu saman fjölbreyttur hópur fólks sem öll eiga það sameiginlegt að vinna að sjálfbærri framtíð í orku- og umhverfismálum.

„Með VOR sjóðnum viljum við búa til farveg fyrir góðar hugmyndir sem hafa áhrif,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar og formaður stjórnar sjóðsins við upphaf athafnarinnar.

Að halda athöfnina hér í Elliðaárstöð – sögulegum stað í orkusögu okkar Íslendinga – stuðlar að nýjum tilgangi svæðisins sem vettvangur nýsköpunar og hugmynda.

Til hamingju öll sem hlutu styrk þetta árið!

 

Aðrar fréttir