Vatnsleikjagarðurinn vinsæli vatnslaus fram yfir páska

Vatnsleikjagarðurinn hefur reynst einstaklega vinsæl afþreying fyrir fjölskyldur en vegna kuldakasts síðustu daga hefur ekki verið hægt að opna fyrir vatnið. Þetta stafar af hættu á að vatnið frjósi í lögnunum.
Vatnsleikjagarðurinn er útileiksvæði fyrir börn þar sem þau geta fræðst um orku og auðlindir dalsins í lifandi leik. Garðurinn er eftirlíking af Elliðaánum, þar sem rennibrautin sjálf táknar Árbæjarstífluna og Elliðaárhólminn er hóllinn sem áin rennur sitt hvoru megin við.
Það er hins vegar alltaf hægt að leika á útisvæði þrátt fyrir vatnslausan garðinn. Við mælum einnig með að taka sér göngutúr um svæðið og leita að gulum spjöldum en á þeim er hægt að skanna QR kóða til að taka þátt í ratleik um svæðið og vísindin.
Stefnt er á að opna fyrir vatnið fljótlega eftir páska þegar veður leyfir, og verður það auglýst á samfélagsmiðlum Elliðaárstöðvar.
Þá eru opnunartímar kaffihússins Elliða um páskana eftirfarandi:
- Skírdagur: 11-17
- Föstudagurinn langi: lokað
- Laugardagur: 11-17
- Páskadagur: lokað
- Annar í páskum: lokað
Starfsfólk Elliðaárstöðvar sendir hlýjar páskakveðjur.
