Nú er hægt að versla hönnunarvörur Elliðaárstöðvar í Gestastofunni! Verið velkomin
Vatnsból
Krakkateppið Vatnsból er úr 100% íslenskri ull. Teppið er þakið stórum vatnsdropum sem eiga að minna okkur á hversu dýrmætt vatnið er.
Fyrsta vatnstökusvæði borgarinnar var í Elliðaánum en þar var tekið yfirborðsvatn í nokkra mánuði áður en grunnvatnsupptaka hófst í vatnsbóli Reykvíkinga í Gvendarbrunnum í Heiðmörk. Þaðan var vatn fyrst veitt til Reykjavíkur árið 1909 og enn í dag þjóna Gvendarbrunnar borgarbúum.
Verð: 19.900 kr
Ullarfoss
Trefillinn Ullarfoss heitir í höfuðið á einum af fjölmörgum fossum Elliðaánna. Trefillinn er gerður úr 100% íslenskri ull og framleiddur í Reykjavík.
Árstraumur við Elliðaárnar hefur í áranna rás verið virkjaður til nýsköpunar og orkuframleiðslu. Á tímum Innréttinganna á 18. öld var stafrækt þófaramylla, litunarhús og sútunarverkstæði í Elliðaárdalnum. Sú starfsemi þarfnaðist mikils rennandi vatns og því voru byggingarnar reistar við bakka Elliðaánna. Gaf árstraumurinn drifkraftinn til að þétta ullarvoðirnar.
Verð: 15.900 kr
Orkutákn
Orkutáknin eiga að tákna allt það sem fundið er í bakgarði Elliðaárstöðvar, Elliðaárdalnum.
- Orkutákn Elliðaárstöðvar táknar árfarveg og göngustíga.
- Dropinn táknar vatnsorkuna.
- Elding táknar raforkuna sem framleidd var í nærri 100 ár.
Íslensk hönnun og framleiðsla: Hönnun var gerð af Elliðaárstöð í samstarfi við hönnunarteymið Tertu. Efnið er endingargott og gert úr Plexigleri.
Tvær stærðir:
Stórt Orkutákn: 27 cm x 27 cm
Verð: 8.900 kr
Lítið Orkutákn: 16 cm x 28 cm
Verð: 7.900 kr
Taupoki
Taupokinn er gerður úr slitsterku efni sem endist vel.
Íslensk hönnun og framleiðsla: Hönnun var gerð af Elliðaárstöð í samstarfi við hönnunarteymið Tertu. Efnið er endingargott og gert úr Plexigleri.
Verð: 2.900 kr