Leiðsagnir fyrir hópa

Við leggjum áherslu á að fræða fólk um orku og vísindi. Bókaðu fræðandi upplifun fyrir hópinn þinn.

Skoða nánar

Skólahópar

Elliðaárstöð býður upp á sérsniðna dagskrá fyrir skólahópa, þar sem áhersla er lögð á vísindi, sköpun og útiveru.

Skoða nánar

Útleiga og afnot af svæði

Fyrirtækjum og einstaklingum gefst kostur á að leigja svæði Elliðaárstöðvar fyrir viðburði.
Hafðu samband og segðu okkur hvað þú hefur í huga.

Skoða nánar

Göngu- og hlaupaleiðir

Elliðaárdalurinn er fjölfarnasta útivistarsvæði borgarinnar og má þar finna fjölbreytt dýra- og plöntulíf og fallega náttúru. Á svæðinu í kringum Elliðaárstöð er fjöldinn allur af leiðum sem eru tilvaldar til hlaups eða göngu í frábæru umhverfi.

Skoða nánar

Aðgengi

Útisvæði Elliðaárstöðvar býður upp á gott aðgengi. Sérstakt bílastæði er merkt hreyfihömluðum og á svæðinu er salernisaðstaða fyrir fatlaða og nestisaðastaða þar sem sérstakt pláss er fyrir hjólastól. Einnig er mikið lagt uppúr því að hafa öll rými aðgengileg ýmist með römpum eða lyftum.

Samgöngur

Elliðaárstöð leggur áherslu á vistvænar samgöngur og góðu aðgengi gangandi og hjólandi að svæðinu. Á undanförnum áratugum hefur verið unnið að stígagerð til að styðja við vistvæna samgöngumáta og því hvetjum við gesti dalsins að huga að umhverfinu og nýta sér almenningssamgöngur eða koma hjólandi eða gangandi. Á kortinu er hægt að kynna sér samgönguleiðir að Elliðaárdalnum.

Kort
EITTHVAÐ FYRIR ALLA

Upplifðu dalinn

Elliðaárdalur er náttúruperla í hjarta Reykjavíkur, stútfull af fróðleik og ævintýralegri orku.

Skoða nánar