Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Rafveita – 1921

Elliðaárstöð var formlega tekin í notkun árið 1921 þegar Kristján X og Alexandrina drottning Danmerkur ræstu fyrstu vélar stöðvarinnar. Elliðaárstöð var vatnsaflsvirkjun og markaði upphaf fyrstu orkuskiptanna á Íslandi og breytti Reykjavík í nútímaborg og heimilishaldi borgarbúa, þar sem hægt var að leggja af hlóðir og nýta rafmagn til eldunar. Með tilkomu Elliðaárstöðvar var ákveðið að tengja öll hús í Reykjavík og Rafmagnsveita Reykjavíkur varð til. Afl Elliðaárstöðvar var 3,16 MW, til að setja í samhengi þá er afl Fljótdalsstöðvar 690 MW.

Árið 2015 lauk rafmangsframleiðslu Elliðaárstöðvar þegar þrýstivatnspípan við hana bilaði. Merkilega saga hennar mun áfram vera sögð í Elliðaárstöð en húsið er friðað og orðið að safngripi. Hönnuðir byggingarinnar voru Aage Broager Christensen og Guðmundur Hlíðdal.

Orka náttúrunnar rekur jarðhitavirkjanir  á Hellisheiðinni og Nesjavöllum ásamt Andarkílsvirkjun. Meira hér 

Veitur sjá um dreifingu á rafmagni.  Meira hér 

Aðrar fréttir