Vatnsveita – 1909

Sumarið 1909 var skrúfað frá brunahana við Laugaveg til marks um að vatnsveita væri komin til Reykjavíkur. „Það kemur allt með kalda vatninu“ er orðasamband sem margir þekkja og er líklegt að það sé frá þeim tíma sem byrjað var að leiða kalt vatn í hús. Mikil framför fylgdi því að fá rennandi vatn í hús og hagur fólks batnaði verulega. Hreint vatn er ein af undirstöðum heilbrigðis. Fyrsta vatnstökusvæði borgarinnar var í Elliðaánum, en þar var tekið yfirborðsvatn í nokkra mánuði áður en grunnvatnsupptakan hófst í Gvendarbrunnum sem þótti heilnæmari. Pípurnar úr Gvendarbrunnum voru lagðar niður eftir Elliðaárdalnum. Ýmis mannvirki er að finna í Elliðaárdalnum tengd vatnsveitunni eins og Vatnsveituvegur og Vatnsveitubrú.
Veitur sjá um að dreifa kalda vatninu í Reykjavík og víða. Meira hér →