Allt það sem við sturtum niður og það sem fer í niðurfallið í vöskum á heimilum okkar ratar út í fráveitukerfið.
Þegar borgin byggðist var engin fráveita sem tók við skólpinu okkar. Opnar rennur voru grafnar í götur og rann skólpið oft afar nálægt brunnum þar sem fólk sótti sér drykkjarvatn.
Fyrsta skólplögnin sem vitað er til að lögð hafi verið neðanjarðar í Reykjavík var lögð af frumkvæði nunnanna í Landakoti, niður Ægisgötu að sjó.
Opnar rennur í götum voru áfram við lýði um hríð. Góð fráveita er mikilvægt heilsufarsmál og almannaþjónusta sem fáir geta hugsað sér að vera án.
Á þessum tíma veiktust margir og dóu vegna vatnsborinna sjúkdóma líkt og taugaveiki. Því voru það holræsi sem björguðu mannslífum.
Taugaveiki í Reykjavík
Stórlega dró úr taugaveikifaraldrinum þegar holræsi og fráveitu var komið á í Reykjavík. Á myndinni má sjá tölur um dauðsföll af völdum taugaveiki árin 1901-1945.
Veitur annast fráveituna í Reykjavík
Starfsemi fráveitu felur í sér að flytja frárennsli heimila og atvinnustarfsemi, regnvatn eða bráðinn snjó út í viðtaka, með viðkomu í hreinsistöð þar sem við á. Það er mikið verk að tryggja að rekstur fráveitukerfa sé í góðu lagi og fáir sem gefa því gaum í amstri dagsins.
Veitur annast fráveitukerfið í Reykjavík.
Veitur.is
Cloacina - Saga fráveitunnar
Bókin CLOACINA – Saga fráveitu er komin út á vegum Veitna. Þar rekur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skólpsögu höfuðborgarinnar síðustu 100 árin.
Lesa Cloacina