Ísland var hernumið af Bretum í síðari heimsstyrjöldinni, 10. maí 1940. Á árunum 1940 – 1945 var því í Reykjavík fjöldi erlendra hermanna. Ekki var nægilegt húsnæði fyrir hendi fyrir þennan fjölda hermanna og voru því reistar herbúðir eða kampar í og við Reykjavík, þar á meðal í Elliðaárdal. Í ágúst 1941 heimsótti Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, kampana í Elliðaárdal. Hann varð forsætisráðherra Bretlands 10. maí 1940, sama dag og Ísland var hernumið af Bretum.
Herbúðir (kampar) bandamanna í Elliðaárdal