Elliðaárdalur sem fjörður yfir að líta

„Elliðaárnar tuttugfölduðust“ stóð í Morgunblaðinu í febrúarlok árið 1968. Ofsalegar veðurhamfarir gengu þá yfir Reykjavík. Hlýviðri ásamt mikilli rigningu og hávaðaroki olli gríðarlegum vatnsflaumi víða en mestu hamfarirnar urðu við Elliðaárnar.
Líkt og þekkist enn í dag verða leysingar oft á þessum árstíma sem var ein helsta ástæða flóðsins. Mikill klaki var í jörðu og því leitaði vatn útrásar. Þá varð klakaburður mikill og flóð myndaðist. Meðalrennsli Elliðaánna er 5,5 m³/sek en áætlað er að flóðið hafi náð 220 m³/sek þegar að mest lét.
Flóðið varð svo gífurlegt að Elliðavatnsstífla gaf sig sem olli enn stærra flóði neðan Elliðavatns. Áhyggjur urðu þá meiri af inntakslóni rafstöðvarinnar við Árbæjarstíflu og þrýstipípunum sem liggja að henni. Fjórum árum áður var þrýstipípan endurnýjuð en hún hafði verið í notkun síðan rafstöðin var gangsett, árið 1921. Ákveðið var að auka flæðið um stífluna til þess að reyna að anna flóðinu og koma í veg fyrir skemmdir á henni. Tjón varð á mannvirkjum Elliðaárstöðvar. Ásamt því að handrið, ljósastaurar og göngubrú skemmdust. Rafmagnsframleiðsla í Elliðaárstöð fór ekki aftur af stað fyrr en tveim árum seinna eða árið 1970.
Þar sem stíflan réð ekki við flóð af þessari stærðargráðu voru lagðar til miklar breytingar á mannvirkinu. Árbæjarstíflan var endurbyggð í áföngum á árabilinu 1969-1995. Jafnt stíflan sjálf sem og lokubúnaður og göngubrú endurnýjuð. Lónið var hins vegar rekið áfram á sama hátt og áður.
sagði Eiríkur Hjálmarsson, sjálfbærnisstjóri Orkuveitunnar.Þegar Elliðavatnsstífla brestur, þá fáum við allt Elliðavatn niður dalinn. Elliðaárdalur verður eins og fjörður yfir að líta og maður þakkar guði fyrir að það var ekki þetta útivistarsvæði sem það er í dag því að þá hefði orði manntjón. Þetta voru gríðarleg flóð.
