Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Hver hannaði Rafstöðina í Elliðaárdal?

Rafstöðin í Elliðaárdal var gangsett 27. júní 1921. Þá varð bylting í lífsgæðum Reykvíkinga: ljós kviknuðu, eldavélar hitnuðu og vélar púluðu af stórauknum krafti. Það er ekki ofsagt að þá hafi nútíminn hafið innreið sína í borgina. Rafstöðin er einstök bygging og heimild um sögu rafmagns á Íslandi. Finnst mörgum hún vera með fallegri byggingum í Reykjavík. Hönnun rafstöðvarinnar er oft eignuð arkitektunum Sigurði Guðmundssyni og Guðjóni Samúelssyni, en sannleikurinn er sá að þrír verkfræðingar eiga heiðurinn af þessari tilkomumiklu byggingu, þeir Jón Þorláksson, Guðmundur Hlíðdal og Aage Broagers-Christensen.

Hér er hægt að lesa áhugaverða grein eftir sagnfræðinginn Stefán Pálsson: Hver var arkítekt Elliðaárstöðvar

Vélasalur rafstöðvarinnar 

Aðrar fréttir