Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Rafmagnað jafnrétti / Electrified equality

Hvort viltu heldur, kol eða rafmagn? Auglýsing frá Rafveitu Reykjavíkur 1937.

English below

Hvað er það fyrsta sem þú gerðir í morgun? Kveiktirðu ljósin? Helltirðu upp á fyrsta kaffibollann? Kíktirðu í símann?

Raforka spilar svo stórt hlutverk í okkar lífi að við getum varla ímyndað okkur lífið án rafmagns.  

Hvernig var dagur langalangalangömmu þinnar? 

Sjáðu fyrir þér myrkan janúardag fyrir hundrað og fimmtíu árum. Formóðir þín fer framúr og kveikir upp í fífukveik í lampa eða kolu. Hún notar til þess kindamör, hrossafeiti, hvalspik eða lýsi úr sel, hákarli eða fiski. Kannski er hún nýbúin að fá steinolíulampa – algjöra nýjung. Heimilisstörfin eru tímafrek og aðstæður frumstæðar miðað við nútímann.

Það er ekki víst að langalangalangamma þín hafi haft mikinn tíma til umráða fyrir sig sjálfa. 

Rafmagns-þvottakonan 

Raforkuframleiðsla hófst á Íslandi um aldamótin 1900. Fyrst um sinn var rafmagnið aðallega notað til lýsingar en þegar fram í sótti voru fundin upp heimilistæki líkt og “Rafmagns-þvottakonan” og rafmagnseldavélin.  

 

 

Rafmagnsheimilið. Grein í Fálkanum 1928.
Rafmagnsheimilið. Meðal annars má sjá þvottavél sem kallast „rafmagns-þvottakonan". Grein í Fálkanum 1928.

 

Raftæki gáfu konum dýrmætan tíma 

Rafvæðing heimila hafði gríðarleg áhrif á daglegt líf fólks og þá ekki síst á líf þeirra kvenna sem sinntu heimilisstörfum. Með tilkomu raforku og raftækja fór minni tími í heimilisstörf, minna varð um líkamlega erfiðisvinnu á heimilum og konur fengu fleiri klukkustundir í sólarhringinn. Þennan tíma gátu þær notað í annað en heimilisstörf. Sumar fengu tíma til þess að sækja launaða vinnu, aðrar gátu sótt sér menntun og enn aðrar fengu tækifæri til að sinna hugðarefnum sínum.  

Bylting inni á heimilum 

En hvernig á að fá fólk til að kaupa rafmagn ef engin eru tækin á heimilinu? Til þess að flýta fyrir orkuskiptunum í Reykjavík bauð Rafmagnsveita Reykjavíkur og Raftækjaeinkasala ríkisins fólki að kaupa Rafha eldavélar á afborgunum með rafmagnsreikningnum enda um stóra fjárfestingu að ræða. Líklega voru það fyrstu raðgreiðslurnar sem í boði voru á Íslandi. Þetta skýrir hve algengar Rafha eldavélar voru á reykvískum heimilum.  

Ólíklegt er að markmið þessarar sölu eldavéla hafi verið aukið jafnrétti en aukaverkunin var þó mikilvæg fyrir framþróun samfélagsins.  

 

 

Auglýsing um afborgunarkerfi Raftækjaeinkasölu ríkissins og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Rafha eldavélar á afborgunum.
Rafmagnseldavélar á afborgunum. Auglýsing frá Raftækjaeinkasölu ríkisins og Rafveitu Reykjavíkur.

Bylting á heimsmælikvarða 

Raftæki og raforka hafa sannarlega haft jákvæð áhrif á líf kvenna á Íslandi. En hvernig er staðan í heiminum? Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra orku kveður á um að tryggja þurfi öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku fyrir árið 2030.  

Níu af hverjum tíu jarðarbúum hafa aðgang að rafmagni. En þó að raforkan hafi aukið lífsgæði meirihluta fólks eru enn yfir 700 milljónir manna án rafmagns í heiminum.  

Aðeins tveir milljarðar með aðgang að þvottavél

Einn fjórði jarðarbúa hefur aðgang að þvottavél í dag. Það segir okkur að líklega handþvo konur enn þvott 6 milljarða jarðarbúa.  

Talið er að um þrír milljarðar jarðarbúa eldi mat á opnum eldi eða í reykspúandi ofnum. Hátt í  fjórar milljónir manna deyja árlega vegna heilsubrests sem rekja megi til þessa. Þetta hefur því mikil áhrif á líf og heilsu kvenna.  

Það er í allra hag að auka aðgengi kvenna um heim allan að raforku og raftækjum. Með hverri lausri stund fá konur tækifæri til að vinna sér inn tekjur til heimilisins, mennta börn sín og hafa jákvæð áhrif á samfélög.  

Heimsmarkmiðið um sjálfbæra orku hefur bein og óbein áhrif á jafnrétti og mannréttindi á þessari jörð.   

 

Nemendur í Húsmæðraskóla Reykjavíkur árið 1960. Ljósmyndari Gunnar Rúnar Ólafsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Nemendur í Húsmæðraskóla Reykjavíkur árið 1960. Ljósmyndari Gunnar Rúnar Ólafsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

Rafmögnuð framtíð  

Formæður okkar gátu líklega ekki ímyndað sér þær framfarir sem hafa átt sér stað inni á heimilum og í samfélaginu öllu. Tæknibyltingin hefur einfaldað líf okkar, aukið lífsgæði og er enn að eiga sér stað.

Á Íslandi erum við í þeirri forréttindastöðu að hafa aðgang að auðlindum náttúrunnar og nauðsynlegt er að ganga þannig um þær að við drögum ekki úr tækifærum framtíðarkynslóða.  

Hvernig mun aukin rafvæðing halda áfram að bæta líf kvenna í heiminum í framtíðinni? Hvernig verður daglegt líf árið 2050? En eftir 150 ár? 

Það er ljóst að til eru margar framtíðir og það er okkar að taka þátt í að móta hana.  

 

English

Electrified equality

What is the first thing you did this morning? Turn on the lights? Pour your first cup of coffee.  Check your phone? Electricity plays such a large role in our lives that we can barely imagine life without it. 

How was your great-great-great grandmother’s day? 

Imagine a dark January morning almost 200 years ago. Your great-great-great grandmother rises and lights a candle or a lamp using sheep fat, horse fat, whale blubber, or fish oil from seals, sharks, or fish. Perhaps she has just received a kerosene lamp – a complete novelty at the time. The housework she must do is time-consuming and working conditions are primitive compared to today. Your great-great-great grandmother may not have had much time for herself. 

The electric washwoman 

Electricity production in Iceland began at the turn of the 20th century. At first, electricity was mainly used for lighting houses and streets, but later household appliances such as the “ElectricWashWoman” and the stove were invented.  

Electric household appliances gave women precious time 

The arrival of electricity had a huge impact on the daily lives of people in the city, particularly on the lives of women. With the introduction of electricity and electric devices in the home, less time was spent on household chores and domestic labor. The amount of physically demanding work required to maintain a household decreased, and women had more free time. Some could access new opportunities, like getting paid work or education. 

A revolution at home 

In order to speed up the energy transition in Reykjavík, Rafmagnsveitan and Raftækjaeinkasala ríkisins invited people to buy Rafha stoves in installments with the electricity bill, as it is a large investment. It was probably the first such payment plan offered. That explains the prevalence of Rafha stoves in Reykjavík homes. Rafha was an Icelandic production and Alþingi agreed to spend 50 thousand krónur from the treasury for the establishment of an electronics factory to speed up the previous energy transition. 

A revolution on a global scale 

Electricity and electronics have truly made a positive impact on the lives of women in Iceland, but what about the global situation? The United Nation’s global goal of sustainable energy stipulates that everyone must have access to safe and sustainable energy by 2030.  

Nine out of ten people on earth have access to electricity. Even though the quality of life has improved for the majority of people on Earth, there are still over 700 million people without electricity in the world today.  

A quarter of the global population has access to an electric washing machine today. That might indicate that women still wash the clothes of 6 billion people by hand.  

Around 2.8 billion people or every three out of ten on Earth do not have access to clean and safe cooking fuels. It is estimated that four million people die every year because of health complications caused by dirty cooking situations. This all has a big impact on women’s health and quality of life.  

By increasing access to electricity and electric household appliances, the quality of life will be increased for women. With each hour freed up, women get the chance to earn wages, educate themselves and their children, and have a positive impact on their societies. Achieving the goal of sustainable energy for all on Earth by 2030 has a direct impact on equality and human rights.  

Electricity and the future 

It is highly unlikely that our ancestresses could even imagine the improvements in the quality of life in the home, and in society. Electricity has made our lives easy, convenient, and comfortable and the technological revolution is still taking place.  

In Iceland, we have the privilege of having access to natural resources and we have to treat them with respect. If we use too much, we might take away resources from future generations.

We have a choice of many futures

How will electricity and sustainable energy continue to increase the quality of women in the world in the future? 

How will our daily life be in 2050? How will it be in 150 years?  

Remember – the future holds many possibilities and is ours to create it.  

 

Aðrar fréttir