Jarðhitaofurhetjan – Hönnunaráskorun
Skólaheimsókn: Í þessari heimsókn læra nemendur um nýtingu jarðhita á Íslandi og hanna jarðhitaofurhetju. Heimsóknin er 90 mínútur.
Fræðslan er ætluð nemendum á miðstigi grunnskóla.
Heimsóknin tekur 90 mínútur.
Hámarksfjöldi er 25 nemendur.
Vinsamlegast látið tvo starfsmenn fylgja hópnum.
Helstu hugtök: Jarðvarmi, jarðhiti, úrkoma, kvika, raforka, hiti, varmi, kuldi, einangrun, orkunýting og orkusóun.
Kennari í ReykjavíkHeimsóknin í heild sinni var einfaldlega frábær! Krakkarnir voru hvert öðru ánægðari og vilja „meira svona“. Sú sem tók á móti okkur var einstaklega lífleg og skemmtileg og náði þannig að skapa skemmtilegar samræður í hópnum um jarðvarmann.
Vissir þú að Jarðhiti er helsti orkugjafinn á Íslandi?
90% allra heimila á Íslandi eru hituð með jarðhita. Mikil orka fer í húshitun en jarðhitinn er einnig notaður í framleiðslu á raforku, í iðnað, í sundlaugar, í snjóbræðslu, í fiskeldi og í gróðurhús. Ísland eru nú meðal fremstu þjóða í heimi í nýtingu jarðhitans.
Af hverju er jarðhiti á Íslandi?
Ísland er eldfjallaeyja. Við erum stödd á flekamótum Evrasíu fleka og Norður Ameríku fleka sem eru að færast í burtu hvor frá öðrum.
Undir Íslandi er einnig heitur reitur, en þá er mikil eldvirkni út af möttulstrók sem ber heita kviku úr iðrum jarðar að jarðskorpunni. Til eru um 50 heitir reitir á jörðinni. Ísland er sérstakt að því leiti að það er bæði staðsett á flekaskilum og einnig á heitum. Ef ekki væri fyrir þennan heita reit þá væri Ísland líklega enn á hafsbotni!
Hannaðu þína eigin jarðhitaofurhetju
Nemendahópar hanna sína eigin jarðhita ofurhetju. Verkefnið er hönnunaráskorun í anda STEAM menntunar.
Jarðhitinn til bjargar!
Nemendur læra um jarðhita og hanna sína eigin jarðhitaofurhetju.
Bóka heimsókn