Leitin að orkunni – ratleikur
Ratleikurinn Leitin að orkunni hefur verið í boði frá hausti 2023.
Skólaheimsókn: Hvaðan fáum við kalda vatnið? Hvernig tala tölvur saman?
Í þessari heimsókn fara nemendur í ratleik. Þau leysa ýmsar þrautir og læra um orku og vísindi í leiðinni. Leikurinn tekur á bilinu 45 – 90 mínútur. Það fer eftir hópum. Eftir það er tilvalið að leika á leiksvæðinu.
Fræðslan er ætluð nemendum á miðstigi grunnskóla.
Heimsóknin tekur 90 mínútur.
Hámarksfjöldi er 25 nemendur.
Vinsamlegast látið tvo starfsmenn fylgja hópnum.
Helstu hugtök: Orka, raforka, Vatnsveita, Jarðhiti, Jarðvarmi, Gagnaveita, Ljósleiðari, Fráveita.
Kennari í ReykjavíkBörnin nutu heimsóknarinnar og tóku virkan þátt í ratleiknum. Stöðvarnar voru mjög góðar og fjölbreyttar.
Vísindalæsi og orkulæsi
Fræðslustarf í Elliðaárstöð er í stöðugri þróun og eru helstu viðfangsefni okkar vísindi, orka, auðlindir og umhverfi. Leiðarljós okkar í fræðslu er STREAM nálgun í menntun, en hún samþættir vísindi ( e.science), tækni ( e. technology), skemmtun ( e. recreation), verkfræði ( e. engineering), listir ( e. arts) og stærðfræði ( e. mathematics).
Komdu með bekkinn í ratleik
Í þessari heimsókn fara nemendur í ratleik. Þau leysa ýmsar þrautir og læra um orku og vísindi í leiðinni.
Bóka heimsókn